Október 2014

Kona í þjóðbúningi I

Guðmundur Thorsteinsson (1891-1924)

Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, betur þekktur sem Muggur, fæddist árið 1891. Foreldrar hans voru athafnamaðurinn Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildur Guðmundsdóttir á Bíldudal. Muggur stundaði listnám í Det Kongelige danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn á árunum 1911-1915. Hann ferðaðist víða á námsferlinum sínum, dvaldi meðal annars í Þýskalandi, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Muggur var fjölbreyttur listamaður og vann með olíu, vatnslitum, kolum og gerði að auki klippimyndir. Hann var iðinn við að gera myndir eftir íslenskum þjóðsögum og ævintýrum, m.a. Sálinni hans Jóns míns og Búkollu. Þá myndiskreytti hann einnig spil og samdi og bækur, þekktust þeirra er vafalaust ævintýrið um Dimmalimm. 

Muggur var afkastamikill listamaður en hann lést í Danmörku árið 1924.