Ágúst 2018

UPPBYGGING VIÐ SUNDSTRÆTI 

Sundstræti skömmu eftir að byrjað var að byggja á uppfyllingu sjávarmegin við götuna, líklega 1976 eða 1977. Þann 10. janúar 1964 var lagður fram í byggingarnefnd Ísafjarðarkaupstaðar tillöguuppdráttur að skipulagi og staðsetningu tvíbýlishúsa sjávarmegin við Sundstræti. Uppdrátturinn gerði ráð fyrir sjö tvíbýlishúsum á svæðinu milli Norðurtanga h.f. og niðursuðuverksmiðju Ole N. Olsen. Meirihluti byggingarnefndar lagði til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á tillöguuppdrættinum: a) Gerður yrði 5 m breiður gangstígur meðfram sjónum og lóðirnar styttar sem því næmi. b) Bifreiðageymslur yrðu færðar ca. 6 m innar í lóðirnar, þannig að bifreið gæti staðið framan við þær. c) Lóðirnar yrðu ca. 1 m hærri en gert væri ráð fyrir á uppdrættinum. Voru tillögur nefndarinnar samþykktar á bæjarstjórnarfundi skömmu síðar. 
 
Heimild: Ísfirðingur 28. janúar 1964, 1.