Foreldramorgnar

Þriðjudaga haust og vor er boðið upp á samveru- og fræðslustundir fyrir foreldra í fæðingarorlofi. Foreldramorgnar eru hugsaðir sem vettvangur þar sem foreldrar geta komið saman með börnin sín og notið þess að hittast og spjalla við aðra foreldra. Stefnt er að því að fá reglulega aðila til að vera með fróðleg erindi sem tengjast barneignum, ungum börnum og barnauppeldi. Hvetjum einnig foreldra til að hafa samband með hugmyndir um efni til umfjöllunar eða koma með uppástungur um fyrirlesara. 

Foreldramorgnar eru með lokaðan hóp á Facebook þar sem upplýsingar um dagskrá eru birtar.