Heimild mánaðarins

Tríóið „Villi, Gunnar og Haukur“ var stofnað árið 1972 og var um árabil húshljómsveit í Gúttó á Ísafirði. Nafnið breyttist af og til og á tímabili var það „Villi, Gunnar og Baldur“ og síðar varð það „Villi, Gunnar, Baldur og Barði“. Hljómsveitin lék víða fyrir dansi og var myndin á plakatinu tekin þegar þeir félagar voru að leggja upp í ferð til Fáskrúðsfjarðar haustið 1972. Frá vinstri Gunnar Hólm Sumarliðason, Vilberg Vilbergsson og Haukur Sigurðsson.

Heimild: Bæjarins besta 28. des. 1898, bls. 6-9.

Auglýsingin er líklega frá árunum 1972–1975 og meðal skjala í afhendingu frá Sigurði Jarlssyni fyrrv. búnaðarráðunauti Vestfjarða, vorið 2021.

 

 

 
Eldri heimildir mánaðarins:

  • Réttardansleikur í Bolungarvík
  • Knattspyrnuleikur Harðar og Ksf. Ísafjarðar árið 1922
  • Götuheiti húsa á Ísafirði
  • Happdrætti fyrir heimavistarskóla
  • Tvær önfirskar konur kjósa í hreppsnefnd 1874
  • Manndauði upp úr mislingum
  • „Fyrirgéfðu mjer þessar fáu línur ...“
  • Kaupsamningur frá 1858